Momentum hefur starfað síðan árið 2000.
Momentum er leiðandi á sviði frum- milli- og löginnheimtu. Félagið þjónustar allt frá einstaklingum og einyrkjum til lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja. Momentum veitir sveitarfélögum, opinberum félögum og ríkisstofnunum sömuleiðis þjónustu. Styrkleiki Momentum liggur meðal annars í aðlögunarhæfni að kröfum og þörfum sinna viðskiptamanna og í því hvernig Momentum nálgast greiðendur án þess að viðskiptavild sé fórnað. Með samstarfi við Gjaldheimtuna getur Momentum veitt heildstæða innheimtuþjónustu sem unnin er af sömu fagmennsku á öllum stigum eins og kröfuhafar mega ætlast til af hálfu Momentum.
Með því að greiða fyrir fjárstreymi og skilvirkni greiðsluflæðis veitir Momentum rekstri sinna viðskiptamanna samkeppnisforskot og viðheldur keðjuverkun viðskipta- og atvinnulífs.
Þess vegna velur þú Momentum.