Samningur um innheimtu

Samningur um innheimtu
Grunnupplýsingar
Bankaupplýsingar
Upplýsingar um sendanda
Skilmálar

Kröfuhafi samkvæmt meðfylgjandi samningseyðublaði og Gjaldheimtan ehf., kt. 711003-2230, Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, ásamt Momentum-greiðsluþjónustu ehf., kt. 691200-2050, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík, gera með sér svofelldan samning um milliinnheimtu og löginnheimtu allra vanskilakrafna:
1. Milliinnheimtuþjónusta

1.1

Momentum tekur að sér milliinnheimtu fyrir kröfuhafa samkvæmt verklýsingu sem fram kemur í grein 1.3.

Sé krafan ekki greidd innan tiltekins frests samkvæmt síðasta verklið milliinnheimtu, skal krafan send sjálfkrafa í löginnheimtu til Gjaldheimtunnar ehf., eins og fram kemur í kafla tvö í samningi þessum.


1.2

Kröfuhafi ber ekki kostnað af milliinnheimtu samkvæmt samningi þessum en hvor samningsaðili ber sinn kostnað af rafrænum tengingum og aðlögunum milli bókhaldskerfis kröfuhafa og innheimtukerfis Momentum.


1.3

Millinnheimtuferli kröfuhafa er sem hér segir:
 1. Kröfuhafi sendir kröfur rafrænt í viðskiptabanka sinn.
 2. Momentum móttekur kröfurnar rafrænt frá viðskiptabanka kröfuhafa. Þegar Momentum hefur móttekið kröfur til innheimtu þá er Momentum réttur móttakandi greiðslu á kröfu en ekki kröfuhafi. Ef kröfuhafi tekur á móti greiðslu krafna beint eða óbeint en ekki í gegnum HB66, þá skal kröfuhafi standa Momentum skil á áföllnum innheimtukostnaði við niðurfellingu kröfunnar, sbr. þó 2. ml. greinar 1.6.
  Mögulegt er að tilgreina sérstaka verkferla fyrir einstaka viðskiptaflokka og geta þeir ferlar gilt fyrir allt ferlið frá milliinnheimtu hjá Momentum til löginnheimtu hjá Gjaldheimtunni. Auðkenni fyrir þann verkferil sem hver krafa á að fara í þarf að koma fram í „kröfulínu“ – XML-skeyti sem kröfuhafi sendir til viðskiptabanka; Momentum þarf að hafa upplýsingar um hvar í skeytinu þetta auðkenni er og getur þá lesið úr því og unnið með réttum hætti.
 3. Viðskiptabanki kröfuhafa rukkar kröfuhafa um kostnað fyrir að senda lögbundna innheimtuviðvörun, samkvæmt samningi við viðkomandi kröfuhafa, en kröfuhafi á þann kost að leggja allt að 950 krónur á greiðanda sem kostnað fyrir þá innheimtuviðvörun.
 4. Verkferli milliinnheimtu er sem hér segir:
  1. Eindagi – Innheimtuviðvörun send frá banka eða frá Momentum;
  2. Eindagi + 10/30/60 dagar; – ógreiddar kröfur færast úr fruminnheimtu í milliinnheimtu; áður útgefinn greiðsluseðill heldur gildi sínu; móttaka kröfu.
  3. Eindagi + 10/30/60 dagar; – Ítrekun/Milliinnheimtubréf sent frá Momentum til greiðanda.
  4. Eindagi + 20 dagar – Aðvörun/Milliinnheimtubréf – fyrsta ítrekun sent frá Momentum til greiðanda.
  5. Eindagi + 30 dagar – Lokaaðvörun/Milliinnheimtubréf – önnur ítrekun sent frá Momentum til greiðanda.
  6. Eindagi + 35 dagar –– símtal frá Momentum til greiðanda
  7. Eindagi + 40 dagarógreiddar kröfur sendast til Gjaldheimtunnar í löginnheimtu.
 5. Kröfuhafi á þess kost að merkja kröfur með sérstökum hætti sem tilgreinir viðskiptaflokk kröfunnar. Tilgreina má sérstaka verkferla fyrir einstaka viðskiptaflokka og geta þeir ferlar gilt fyrir allt ferlið frá milliinnheimtu hjá Momentum til löginnheimtu hjá Gjaldheimtunni. Kröfuhafi þarf að gæta að því að viðskiptaflokkar fái sitt hvert auðkennið í banka, því auðkenni kröfunnar stýrir því í hvaða verkferli krafa fer.
 6. Dráttarvextir reiknast ekki á kröfur fyrr en næsta virka dag eftir eindaga; til samræmis við það sendast kröfur ekki til Momentum til innheimtu fyrr en tveimur dögum eftir eindaga, til að koma í veg fyrir að stofnað sé til kostnaðar fyrir viðskiptavin beri eindaga uppá helgi.
 7. Kröfuhafi getur nýtt sér þann kost að greiðslur krafna skiptist við greiðslu, þannig að greiðslur höfuðstóls og dráttarvaxta berist kröfuhafa beint frá bankanum án viðkomu hjá Momentum um leið og bankinn skilar Momentum áföllnum innheimtukostnaði. Kröfuhafa er heimilt að krefja Momentum um greiðslu dráttarvaxta ef fjármunum er ekki skilað í samræmi við þennan samning.

1.4

Álagður innheimtukostnaður á hvert bréf er lagður á skuldara í samræmi við gjaldskrá sem finna má undir Þjónusta hér á vef Momentum:


1.5

Momentum ábyrgist að gert sé upp samkvæmt 1.3. gr. um leið og greitt er inn á kröfuna ef innborgun nemur hærri fjárhæð en nemur innheimtukostnaði samkvæmt samningi þessum.

Momentum fylgist ekki með nauðungarsölum á fasteignum og ber því ekki ábyrgð á því að lýsa kröfum í slíkum tilfellum heldur verður kröfuhafi að fylgjast sjálfur með stöðu veða og nauðungarsölu þeirra ef um slíkt er að ræða. Kröfuhafi hefur ávallt heimild til að vísa málum til Gjaldheimtunnar til hagsmunagæslu þegar kröfur eru hjá Momentum.

Kröfuhafi skal hafa aðgang að upplýsingum um stöðu þeirra krafna sem á hverjum tíma eru í innheimtu hjá Momentum. Skal Momentum veita vefaðgang að þjónustuvef félagsins í greindu augnamiði, www.momentum.is.

1.6

Óski skuldari eftir því að semja um greiðslu skuldarinnar með því að fá að dreifa greiðslum á lengri tíma en þrjá mánuði þá er slíkt óheimilt nema með sérstöku samþykki kröfuhafa. Momentum er óheimilt að gefa eftir kröfu, að hluta til eða að öllu leyti, nema að fengnu sérstöku samþykki kröfuhafa. Momentum er heimilt að krefjast greiðslu fyrir gerð skriflegs greiðslusamkomulags, allt að fjárhæð kr. 2.400 fyrir hvern samning.

Sé ekki um að ræða stöðvun innheimtuaðgerða vegna þess að talið sé að þær muni ekki bera árangur, er Momentum óheimilt að stöðva innheimtuaðgerðir, fella innheimtumál niður o.s.frv. nema samkvæmt beiðni frá kröfuhafa; ber kröfurhafa þá að greiða Momentum áfallinn innheimtukostnað. Ef krafa er hins vegar röng frá upphafi eða verið send fyrir sannanleg mistök kröfuhafa, þá er kröfuhafa heimilt að fella kröfuna niður innan sjö daga frá sendingu hennar til Momentum, með kr. 600,- gjaldi auk vsk.2. Löginnheimtuþjónusta

2.1

Gjaldheimtan ehf. fær innheimtubeiðni og upplýsingar um stöðu krafna kröfuhafa rafrænt frá Momentum eða kröfuhafa og er fyrsta innheimtubréf sent út í beinu framhaldi. Kröfuhafi sendir Gjaldheimtunni ehf. síðan innheimtugögn svo löginnheimtu verði framhaldið. Innheimtugögn eru til að mynda reikningsyfirlit, afrit af skuldabréfum eða slíkt.

Samhliða fari fram mat á innheimtulíkum einstakra krafna og skal tekin ákvörun um framhald aðgerða byggt á þessu mati, í samráði við kröfuhafa.


2.2

Gjaldheimtan ehf. ábyrgist markviss vinnubrögð og skal innheimtan vera í nánu samráði við kröfuhafa. Gjaldheimtan ehf. skal gera upp við kröfuhafa með sérstakri skilagrein eigi sjaldnar en á tveggja virkra daga fresti.


2.3

Kostnaður vegna innheimtu fer eftir gjaldskrá Gjaldheimtunnar ehf., hverju sinni, en núgildandi gjaldskrá fylgir samningi þessum.

Hafi mál sannanlega verið sent Gjaldheimtunni ehf. fyrir mistök er kröfuhafa heimilt að afturkalla mál gegn greiðslu útlagðs kostnaðar, sama á hvaða stigi það er.

Verði gefin út stefna, greiðsluáskorun eða beðið um fjárnám o.s.frv. og verði enginn árangur af innheimtunni ber kröfuhafa einungis að standa skil á útlögðum kostnað án vaxta en engri þóknun til Gjaldheimtunnar ehf. nema þegar tekið er til varna í héraðsdómi.
Í slíkum tilfellum skal kröfuhafi greiða tímagjald Gjaldheimtunnar ehf. fyrir vinnu lögmanns í héraðsdómi ef kostnaður fæst ekki greiddur af skuldara.


2.4

Þegar gerð hefur verið árangurslaus aðför hjá skuldara og/eða hann úrskurðaður gjaldþrota, þá skal kröfuhafa tilkynnt um það með formlegum hætti, gerður reikningur í samræmi við 3. gr. samningsins.

Ekki verður farið fram á gjaldþrotaskipti skuldara nema fram komi sérstök fyrirmæli um slíkt frá kröfuhafa. Í slíkum tilfellum leggur kröfuhafi út fyrir þeim kostnaði sem þarf vegna skiptatryggingar.

2.5

Gjaldheimtan ehf. hefur umboð kröfuhafa til að semja um greiðsludreifingu skuldara á skuld sinni við kröfuhafa þó þannig að það sé í eðlilegum hlutfalli við fjárhæð hverrar kröfu.

Þegar um veðtryggðar kröfur er að ræða eða fjárnám hefur verið gert í eign skuldarans þá skal Gjaldheimtan ehf. hafa samráð við kröfuhafa um hvort bjóða skuli í viðkomandi eign ef til nauðungarsölu kemur. Í öllum tilvikum þá ábyrgist Gjaldheimtan ehf. að kröfu kröfuhafa sé lýst í uppboðsandvirði.


2.6

Starfsfólk Gjaldheimtunnar ehf. skal kappkosta að inna af hendi öll þjónustustörf fyrir kröfuhafa af fyllsta trúnaði og samviskusemi og hafa ávallt í heiðri góða lögmannssiði við framkvæmd starfa sinna.

Gjaldheimtan ehf. veitir kröfuhafa upplýsingar um stöðu einstakra mála, lista yfir stöðu allra mála eða aðrar upplýsingar um innheimtumál félagsins, hvenær sem þess er óskað og skal félagið hafa beinan aðgang að þeim lögmönnum sem sinna innheimtunni hjá Gjaldheimtunni ehf.

Kröfuhafi fær beinlínuaðgang að kröfum sínum í innheimtukerfi Gjaldheimtunnar ehf. í gegnum www.gjaldheimtan.is.3. Almenn atriði

Samningurinn er ótímabundinn en er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara. Öll atriði tilboðs þessa og samninga sem af því kunna að leiða eru trúnaðarmál, svo og allar upplýsingar sem fara á milli samningsaðila vegna framkvæmdar samningsins.

Verð í samningi þessum eru án virðisaukaskatts og mun kröfuhafi greiða Momentum virðisaukaskatt ofan á greiddan innheimtukostnað gegn framvísun reiknings mánaðarlega en hjá Gjaldheimtunni er virðisaukaskattur dreginn af innheimtuskilum og reikningur með innskatti afhentur á móti.

Samkvæmt samningi þessum heimilar kröfuhafi Momentum og Gjaldheimtunni skilyrðislaust að skuldajafna öllum ógreiddum reikningum á kröfuhafa við innheimtar kröfur, áður en til uppgjörs kemur við kröfuhafa.

Fjárhæðir í fyrsta kafla samnings þessa endurskoðast árlega með tilliti til breytingar á vísitölu neysluverðs og er miðað við grunnvísitölu febrúarmánaðar 2010. Um fjárhæðir í kafla tvö gildir gjaldskrá Gjaldheimtunnar sem í gildi er á hverjum tíma.

Komi fram alvarleg brot á samningi þessum af hálfu annars hvors samningsaðila skal litið á slík brot sem fyrirvaralausa uppsögn að undangenginni aðvörun. Slík brot eru t.d. vanskil af hálfu Momentum og/eða Gjaldheimtunnar,

Mál vegna samnings þessa skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Vinsamlegast athugið að í einstaka tilfellum þarf að ganga frá undirritun samnings á skrifstofu Momentum.