Við upphaf innheimtu
Við skráningu samnings er stofnaður aðgangur að þjónustuvef Momentum. Í gegnum hann getur kröfuhafi fylgst með kröfum sem eru í eða hafa verið í innheimtu. Stöðu þeirra, aðgerða- og samskiptasögu ásamt helstu tölfræði
Haft er samband við viðskiptabanka og honum tilkynnt að stofnað hafi verið til samnings um innheimtuþjónustu og hvenær kröfur eigi að fara úr fruminnheimtu til milliinnheimtu.
Kröfuhafi greiðir ekki þóknun eða gjöld vegna þjónustu Momentum. Ekki er tekin hlutdeild af höfuðstól fyrir kröfur sem fara í Kröfuvakt.
Innköllun krafna í milliinnheimtu
Ef stofnað er til fruminnheimtu utan Momentum ber kröfuhafi ábyrgð á að greiðsluseðill berist til greiðanda.
Þegar stofnað er til krafna í milliinnheimtu eru ýmsar leiðir færar, til að mynda að þær fari sjálfvirkt til innheimtu, kröfuhafi velur sjálfur hvaða kröfur eigi að fara til innheimtu, kröfuhafi tekur afstöðu til hverju sinni hvaða kröfur eigi að fara til innheimtu eða velur einstaka viðskiptamenn sem fara eiga til innheimtu og tímaramma milli aðgerða.
Momentum nær mjög háu inheimtuhlutfalli í milliinnheimtu en fyrir kemur að kröfur fari í löginnheimtu til Gjaldheimtunnar. Áður en krafa fer í löginnheimtu er send árangursskýrsla til kröfuhafa þar sem fram kemur faglegt mat á eftirstandandi kröfum og ráðleggingar um frekari innheimtuaðgerðir.